Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 438 . mál.


Ed.

1305. Nefndarálit



um frv. til l. um leigubifreiðar.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Arnmund Backman lögfræðing, Helga Jóhannesson, lögfræðing í samgönguráðuneytinu, Sigurð Sigurjónsson, Gissur Ingólfsson og Bjarnfreð Ármannsson frá Sendibílum hf. og Óskar Sigurðsson, fulltrúa launþega í leigubifreiðastjórastétt.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Guðrún Agnarsdóttir sat fund nefndarinnar.

Alþingi, 19. maí 1989.



Karvel Pálmason,

Guðmundur Ágústsson,

Egill Jónsson.


form., frsm.

fundaskr., með fyrirvara.



Þorv. Garðar Kristjánsson.

Skúli Alexandersson.

Jóhann Einvarðsson.



Stefán Guðmundsson.